Fara á efnissvæði
World Map Background Image
TasteTheDedication Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Vinnslustöðin vermir 23. sætið alls 1.006 framúrskarandi fyrirtækja 2023 á lista sem Creditinfo birti í dag.

Til upplýsingar má rifja upp að Vinnslustöðin var í 32. sæti af alls 875 fyrirtækjum á heildarlista framúrskarandi fyrirtækja 2022 á lista sem Creditinfo birti fyrir réttu ári síðan.

Standast þarf fjölþættar og strangar kröfur til að komast í flokk framúrskarandi fyrirtækja. Einungis um 2% íslenskra fyrirtækja ná í gegnum það nálarauga Creditinfo.

Ós ehf. er í 79. sæti á heildarlista dagsins, Huginn ehf. í 118. sæti og Marhólmar ehf. í 124 sæti, svo nefnd séu fyrirtæki í VSV-samstæðunni. Þá skal þess jafnframt geta að Vinnslustöðin, Ós, og Huginn eru í flokki stórra fyrirtækja í upptalningunni en Marhólmar í flokki meðalstórra fyrirtækja. Séu meðalstór fyrirtækin tekin saman sérstaklega eru Marhólmar í 6. sæti á þeim lista.

Creditinfo birtir lista yfir fyrirtæki sem greiða mesta skatta í hverjum landshluta. Á Suðurlandi eru Vinnslustöðin og Ós í 2. og 3. sæti á eftir Ísfélaginu hf. Sama röð er á „topplista“ fyrirtækja á Suðurlandi þegar miðað er við ársniðurstöðu.

Alls eru 13 fyrirtæki í Vestmannaeyjum á lista framúrskarandi fyrirtækja 2023 – (röð á lista í sviga):

  • Ísfélagið hf. (11)
  • Vinnslustöðin hf. (23)
  • Ós ehf. (79)
  • Bergur-Huginn ehf. (116)
  • Huginn ehf. (118)
  • Frár ehf. (177)
  • Bylgja VE (232)
  • Skipalyftan ehf. (292)
  • Einsi kaldi veisluþjónusta ehf. (535)
  • Narfi ehf. (650)
  • Kvika ehf. útgerð (657)
  • Fiskmarkaður Vestmannaeyja hf. (874)
  • Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf. (964)

Ath.: Matvælafyrirtækið Marhólmar ehf. er skráð í Garðabæ og því ekki með í þessari upptalningu fyrirtækja í Vestmannaeyjum.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi hjá Creditinfo?

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug og reisa reksturinn á sterkum stoðum og efla allra hag.

Framúrskarandi fyrirtæki þarf að uppfylla ströng skilyrði:

  • Vera í lánshæfisflokki 1-3.
  • Ársreikningi skal skilað á réttum tíma lögum samkvæmt.
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.
  • Rekstrartekjur að lágmarki 55 milljónir króna 2022 og a.m.k. 50 milljónir króna 2021 og 2020.
  • Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 5 milljarða króna þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni.
  • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK.
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár.
  • Ársniðurstaða jákvæð síðustu þrjú ár.
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár.
  • Eignir a.m.k. 110 milljónir króna 2022 og a.m.k.100 milljónir króna 2021 og 2022.
TasteTheWild