Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image (6) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Tveir tugir fullorðinna og börn að auki dreifðu áburði í hlíðum Eldfells á mánudagskvöldið og nutu veðurblíðunnar til að láta gott af sér leiða í uppgræðslu lands. Árangur verkefnisins lætur ekki á sér standa.

„Það er alveg ótrúlegt að sjá breytinguna frá því í fyrra, ég hefði ekki trúað því að óreyndu. Núna óðum við í grasi þar sem áður var gróðursnauð hlíðin!“ segir Guðmunda Bjarnadóttir, fiskverandi og varastjórnarmaður Vinnslustöðvarinnar.

Image

Addi í London ljósmyndaði áburðardreifinguna.

Hún stýrir uppgræðsluverkefni í Eldfelli sem á rætur að rekja til sjötugsafmælis VSV á árinu 2016. Stjórn félagsins ákvað að veita tíu milljónir króna til uppgræðslu á þremur til fjórum árum í samvinnu við Vestmannaeyjabæ.

Dreift var áburði í þriðja sinn núna í vikunni og þráðurinn verður tekinn upp að nýju sumarið 2018.

Skeljungur er nú kominn í verkefnisstjórnina og gaf allan áburðinn sem dreift var.

Image (1)
Image (2)
Image (3)
Image (4)
Image (5)
Image (6)