Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image (1) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Ingi Júl – Ingi Árni Júlíusson hætti í dag störfum hjá Vinnslustöðinni vegna aldurs. Starfsferill hans í fyrirtækinu spannar hálfa öld, alltaf sem verkstjóri.

Honum til heiðurs var kaffisamsæti í fundarsalnum þar sem voru líka nokkrir fyrrverandi starfsmenn og samverkamenn Inga fyrr og síðar. Hann var kvaddur með virktum, enda ástæða til að gera sér dagamun þegar slíkur kappi lýkur síðasta starfsdegi!

Image

Binni, Sighvatur eldri Bjarnason og Ingi Júl.

Ingi Júl vann í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum þegar Sighvatur Bjarnason eldri, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, réði hann sem verkstjóra í tækjum frá og með 1. júní 1968.

Í bókinni Sjötug og síung, Vinnslustöðin 1946-2016 kemur fram að Ingi Júl hafi velt fyrir sér að læra rafvirkjun árið 1973 eftir fimm ára starf í Vinnslustöðinni en framkvæmdastjórinn fékk hann ofan af því.

„Sighvatur sagði að þeir sem væru í fiski í Vestmannaeyjum yrðu aldrei atvinnulausir. Líklega var nokkuð til í því hjá honum. Ég valdi fiskinn og hef aldrei séð eftir því.“

Image (1)

Hermann Kr. Jónsson, Jóhann Jónsson, Viðar Elíasson, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Ingi Júl og Þór Vilhjálmsson. Jóhann var verkstjóri í Vinnslustöðinni á sínum tíma og Víðar yfirverkstjóri og síðar framleiðslustjóri 1978-1999.

Image (2)

Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfiskssviðs VSV, og Ingi júl.

Image (3)

Kaffisamsæti til heiðurs Inga Júlí fundarsal Vinnslustöðvarinnar.