Fara á efnissvæði
World Map Background Image
hero Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

„Ég fylgist reglulega með gangi framkvæmda við nýtt hús Vinnslustöðvarinnar, þar sem gert er ráð fyrir saltfiskvinnslu á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á þeirri efri, og tek upp og set saman myndbönd til birtingar á vsv-vefnum.

 

Þannig verður til framkvæmdasaga í áföngum svo fólk geti fylgst með og ekki síður til að varðveita sem hluta af sögu fyrirtækisins til framtíðar.“

 

Halldór B. Halldórsson birtir nú fyrsta framkvæmdamyndbandið sitt hér á vefnum, upptökur frá 17. nóvember 2023. Hann tók að sér að skrá söguna í myndum og gerir það eftir atvikum á jörðu niðri eða úr lofti með dróna. Þar með er hafið ferðalag hans og okkar hinna sem verður bæði býsna langt og giska fróðlegt!

 

Halldór hefur um áratugaskeið haft sem áhugamál að ljósmynda og taka upp kvikmyndir. Hann á orðið stórt og fjölbreytt safn myndefnis sem augljóslega er á sinn hátt verðmætur  
menningarviðauki í Vestmannaeyjum. Halldór er annars lærður trésmíðameistari og starfaði sem slíkur til 1994 þegar hann gerðist umsjónar- og tæknimaður á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og var það allt til starfsloka árið 2020.

 

Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá myndband Halldórs

https://youtu.be/OS4ikT7RHnQ?si=EUd7TrQOewHFWD1a