Fara á efnissvæði
World Map Background Image
5 95857802 855517528292492 7516313301962194944 O Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Útgerðarfyrirtækið Norse Marine AS í Tromsö hefur heldur betur flikkað upp á ásýnd Ísleifs VE-63 sem Vinnslustöðin seldi til Noregs í apríl 2016. Skipið fékk nafnið Ottar og hefur bæði verið notað við selveiðar í Norðuríshafinu og til flutninga hráefnis til bræðslu í Norður-Noregi.

Ottar kom á dögunum úr klössun í Klaipeda í Litháen. Við rákumst á myndir af skipinu í höfninni í Álasundi á leiðinni norður eftir, til heimahafnar í Tromsö. Þær eru fengnar að láni af Fésbókarsíðu Frode Adolfsens. Í Fiskeribladet er svo greint frá því að Ottar fari beint á selveiðar í Norðuríshafinu.

Kaupandi Ísleifs og útgerðarmaður skipsins sem nú heitir Ottar er Karl Magnus Pettersen, einn af þekktari selaföngurum Norðmanna og talsmönnum selveiðanna sem eru býsna umdeildar í Noregi. Í Morgunblaðinu birtist frásögn 7. apríl 2005 af norska selveiðiskipinu Polarstar í viðgerð í Slippstöðinni á Akureyri. Nefndur Karl Magnus var þar skipstjóri og myndaður glaðbeittur í brú skipsins á Akureyri. Á myndinni hefur kappinn mun frekar ímyndaryfirbragð liðsmanns í þungarokkshljómsveit en selveiðimanns. Í samtali við blaðið kvaðst hann vita að Íslendingar væru fiskimenn góðir en ekki skilja af hverju þeir stunduðu ekki selveiðar því nóg væri af sel í íslenskri lögsögu.

Ísleifur VE-63 var síðustu ár sín í íslenska flotanum eingöngu notaður sem hleri við partrollveiðar á móti Sighvati Bjarnasyni VE eða Kap VE og hætti veiðum á vegum Vinnslustöðvarinnar 2015.

  • Á myndum hér fyrir neðan sést landað út Ísleifi, tvær myndir eru af skipinu á leið frá Eyjum til nýrra heimkynna í Noregi, úrklippa úr Morgunblaðin frá 2005 og loks eru tvær myndir frá Frode Adolfsen af Óttari með nýja ásýnd eftir viðgerðir og fegrunaraðgerðir í skipasmíðastöð í Litháen.
1 I Sleifur Ve 63 8 03 04 035
2 20160428 141019 Resized
3 20160428 141012 Resized 2
4 Karlmagnus
5 95857802 855517528292492 7516313301962194944 O
6 4 95669512 855517854959126 2845524165560107008 O