Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Screenshot 2024 01 12 At 11.04.42 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Engin kórónusmit greindust meðal starfsfólks Vinnslustöðvarinnar í PCR-prófunum helgarinnar. Starfsmaður veiktist og ýmislegt benti til kórónuveirunnar. Sá grunur styrktist við jákvæða niðurstöðu í hraðprófi. PCR-próf hjá viðkomandi var hins vegar neikvætt og sama átti við um PCR-próf hjá á annað hundrað öðrum starfsmönnum í fiskvinnslu og á skrifstofu fyrirtækisins. Niðurstaðan var með öðrum orðum blessunarlega sú að enginn smit greindust í hópnum.

Vinna á vöktum hófst því með eðlilegum hætti en viðbragðsteymi Vinnslustöðvarinnar er reynslunni ríkara. Viðbrögð öll vegna gruns um kórónusmit voru eðli máls samkvæmt, ákveðin og fumlaus í alla staði. Rík áhersla er lögð á persónulegar sóttvarnir hér eftir sem hingað til.

Vinnslustöðin þakkar starfsmönnum heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum fyrir sinn þátt í málinu, skjót viðbrögð og aðstoð.