Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Togararnir Breki VE og Páll Pálsson ÍS hafa verið teknir í þurrkví í skipasmíðastöðinni í Kína til að botnhreinsa þá og mála. Þetta er eitt af frágangsverkunum áður en skipin verða afhend eigendum sínum í aðdraganda siglingar til heimahafna á Íslandi.

Reynslusiglingum og veiðarfæraprófunum á miðun úti fyrir Kínaströndum lauk á nýliðnu ári og nú fer að nálgast að togararnir verði „útskrifaðir“, sem ætti að gerast fyrr en síðar. 

Image

Myndir: Finnur Kristinsson

Nú er brostinn á umtalsverður vetur með tilheyrandi snjókomu í kínversku borginni Rongcheng þar sem skipasmíðastöðin er.

Slíkt kallar á snjóruðning og þá ekki endilega með stórvirkum vinnuvélum.

Image (1)
Image (2)
Image (3)
Image (4)
Image (5)