Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Breki VE hefur verið prófaður til veiða í kínverskri landhelgi og verður sendur í aðra reynsluferð þegar brugðist hefur verið við minniháttar aðfinnslum í fyrri ferðinni.

Fulltrúar Samgöngustofu fóru til Kína og tóku út Breka og Pál Pálsson ÍS eins og lög gera ráð fyrir og voru í kínversku skipasmíðastöðinni í um viku við úttekt á togurunum tveimur.

Image

Fá og tiltölulega smá verk standa enn út af. Alveg í lokin verða skipin tekin í slipp á nýjan leik til að ljúka við að mála þau áður en þeim verður siglt heim á leið.

Augljóst er að Breki og Páll koma ekki hingað til lands fyrr en komið er árið 2018 en best er í ljósi reynslunnar að nefna engar frekari tímasetningar að sinni. Það hefur dregist úr hömlu að ljúka því sem eftir er!

Magnús Ríkharðsson, skipstjóri á Breka VE, er nýkominn frá Kína og tók þátt í reynsluveiðum á báðum íslensku togurunum. Hann segir að þeir hafi reynst mjög vel: 

„Við sigldum um 30 mílur út á Gulahaf, mitt á milli Kína og Suður-Kóreu, og vorum þar bæði í góðviðri og í kalda sem Kínverjar kölluðu reyndar brælu. Þannig gátum við prófað veiðar við mismunandi veðurskilyrði á miðunum. Skipin drógu trollin vel og það kom ágætlega út þegar prófað var að beygja skipunum á meðan togað var.“

Fiskurinn sem upp kom var bæði kunnuglegur og framandi, að miklu leyti smár skötuselur. Það sem hins vegar var gjörsamlega framandi var heldur ógeðfelldur fnykur af trollinu þegar það var komið um borð. Skýringin á því er sú að sjórinn er í meira lagi súr og lykt af veiðarfærum eftir því!

Image (1)

Með tvö troll úti í Gulahafinu.

Image (2)

Breki kastar út veiðarfærum...

Image (3)

Magnús skipstjóri með sýnishorn af fyrsta afla Breka VE!