Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image (2) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Ég flutti hingað með foreldrum mínum úr Kópavogi árið 2010 eftir að pabba bauðst starf í Vestmannaeyjum. Mér fannst leiðinlegt að búa fyrir sunnan en hér er nóg við að vera og skemmtilegt að búa. Núna hef ég ekkert suður að gera nema til að spila handbolta annað slagið!“

Andri Kristinsson er nemi í húsasmíði á annarri önn af alls fimm og tekur þátt í samstarfsverkefni í fagnáminu í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Norður fer hann tvisvar á önn til náms í viku í senn. 

Hann starfar annars í þjónustufyrirtækinu Hafnareyri og vonast til þess að komast á samning við húsasmíðameistara í Eyjum til að ljúka náminu þar.

Andri fór að vinna í fiski í Vinnslustöðinni í níunda bekk grunnskóla en byrjaði í Hafnareyri, dótturfélagi VSV, núna í janúar 2019. Hann leikur handbolta í þriðja flokki ÍBV og fór fyrstu helgi marsmánaðar upp á land til að spila síðustu útileiki tímabilsins, við Þór/KA frá Akureyri. Þau mættust á miðri leið í Kórnum í Kópavogi, landsbyggðarfélögin tvö.

Svo lá leið Eyjastrákanna strax heim á ný. Gamlar rætur héldu ekki í Andra. Hann hefur hvorki taugar til gamla bæjarins síns, Kópavogs, né höfuðborgarsvæðisins yfirleitt. Það leynir sér ekki.

Image (3)

Allir þurfa að vita hvað tímanum líður, líka Hafnareyrarmenn. Andri festi veglega klukku yfir dyrum kaffistofunnar.